Randburg.com -> Iceland -> Tourism -> Outdoor living
Glacier Lagoon in Iceland
Smarabraut 20
IS-780 Hofn
Iceland

Tel. +354 478 2222 and 899 5920

E-mail

Local homepage
German
English

German
German

French
French

Spanish
SpanishJökulsárlón á Breiðamerkursandi
Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndast. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og stórir ísjakar brotna af jökuljaðrinum, sem er á floti í vatni. Lónið er feikidjúpt, rúmlega 250 m. Sjávarfalla gætir í lóninu flæðir því sjór inn í lónið á flóði
Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrrum. Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og selurinn eltir ætið. Víða má sjá æðarfugl syndandi milli jakanna. Það er ógleymanlegt að sigla með bátunum um lónið og virða fyrir sér litaskipti íssins og ótrúlegar höggmyndir náttúrunnar. 
Ferðir eru á hverjum degi yfir sumarið
Við bjóðum upp á ferðir út á lónið í hjólabátum og einnig rekum við lítið huggulegt veitingahús á staðnum þar sem hægt er að fá hina frægu sjávarréttasúpu sem m.a. er búin til úr fiski úr lóninu. Ferðir eru á hverjum degi yfir sumarið og er það Austurleið sem heldur þeim áætlanaferðum tengdum Skálafellsjökli.
Við opnum 15. maí og erum með opið alla daga til 15. september. Í maí og september er opið daglega frá kl. 10-17 alla daga og í júní, júlí og ágúst er opið daglega frá kl. 9 til 19.  Opnunartíminn síðastliðin ár hefur þó verið frá byrjun maí og út september og því um að gera að hringja í okkur og athuga hvort það sé opið eða ekki.
Yfir háannatíma það er (jún,júl,ágú.) erum við með margar ferðir á dag, að minnsta kosti á hálftíma fresti.  Hver sigling tekur um 30-40. min.
Við tryggjum öryggi farþegana með því að hafa vel þjálfað starfsfólk. Það hafa aldrei orðið óhöpp við siglingu með farþega við lónið í þau 15. ár sem siglt hefur verið um lónið. Þeir sem stjórna bátunum hafa mikla reynslu og þekkja lónið mjög vel og vita nákvæmlega hvar er öruggast að sigla bátunum um lónið. Hverjum bát fylgir einnig Zodiac öryggisbátur og siglir hann með.
Við mælum ekki með því að fólk sé að koma með sína eigin báta og sigli þeim um lónið því ísjakarnir eru fljótandi um og velta oft eða brotnar úr þeim og er þá ekki að spyrja að leikslokum ef einhver lendir við slíkan klaka. Þeir sem sigla á eigin bátum er þar algerlega á eigin ábyrgð.
Um borð í bátnum er einnig leiðsögumaður frá okkur og er hans hlutverk líka að gæta öryggis farþeganna, þegar komið er út á lónið þá stoppar báturinn og leiðsögum fræðir farþegana um lónið, ísinn og nágrennið, hann svarar einnig þeim spurningum sem fólk vill spyrja um.

line

· Agriculture · Commerce & Services · Culture & Arts · Education · Entertainment ·
· Fisheries · Health · Industries · News & Media · Public Authorities ·
· Recreation & Sports · Shopping · Shipping & Transport · Tourism ·

· Home · Search · About Randburg · What's New · Sign Up! ·

Copyright © randburg.com. All rights reserved.

Randburg Is Your Path to The Future of Information